Munck Íslandi er íslenskt verktakafyrirtæki með öflugu,fjölbreyttu og þrautreyndu starfsmannateymi.
Stjórnendateymi Munck Íslandi hefur haldgóða og fjölbreytta reynslu af stjórnun stórra verkefna hjá leiðandi verktakafyrirtækjum á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Noregi og Danmörku.
Stjórnendateymi félagsins byggir á reynslumiklum kjarna og samstilltum hópi af velmenntuðu starfsfólki með breiðri aldursdreifingu þar sem ungu, efnilegu og duglegu fólki á öllum sviðum gefst tækifæri á að byggja sig upp og fá þjálfun undir leiðsögn “reynslubolta”.
Markmið Munck Íslandi er að vera leiðandi verktakafyrirtæki í mannvirkjagerð á Íslandi og veita verkkaupum og viðskiptavinum sínum bestu fáanlegu þjónustu þar sem verkefnum verði skilað á réttum tíma og með réttum gæðum
Munck Íslandi gerir miklar kröfur til öryggis- heilsu- og umhverfismála og stefnir að 0-fjarveruslysum á sínum vinnustöðum með stöðugum umbótum, með fræðslu og uppbyggingu á öryggisvitund starfsfólks, undirverktaka og samstarfsaðila.
Munck Íslandi mun taka þátt í útboðum hjá opinberum aðilum jafnt sem einkaaðilum og stefnir að þátttöku í stærri verkefnum á sviði uppbyggingar á íbúðar- og atvinnuhúsnæði, iðnaðar-, virkjana-, jarðganga- og vegagerðarframkvæmda, auk hafnarmannvirkjagerðar.
Munck
Gruppen
Munck
Forsyningsledninger