Hverahlíðarlögn

Tenging borhola í Hverahlíð við Hellisheiðavirkjun

Verkið fól í sér tengingu gufuveitu frá borholum í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun. Í stórum dráttum fól verkið í gerð skiljustöðvar 4, sem samanstendur af skiljum og dæluhúsi við Hverahlíð, og lagningu gufuaðveitulagnar (DN1000) og skiljuvatnsaðveitulagnar (DN600) frá því svæði og að Hellisheiðarvirkjun. Aðveitulagnirnar liggja samsíða til norðurs frá fyrirhuguðu skiljustöðvarsvæði og að Hringvegi 1 yfir Hellisheiði. Þar eru lagnirnar lagðar í steyptum stokk sem komið hefur verið fyrir í veginum. Hluti af verkinu er að lengja þennan stokk, auk þess sem ætlunin er að leggja aðveitulagnirnar neðanjarðar í ræsi/stokk sem verktaki gengur frá í gegnum ás rétt sunnan við þjóðveginn.

Norðan þjóðvegar liggja aðveitulagnirnar meðfram Gígahnúksvegi og að borplani 7 sem staðsett er ofan og austan við núverandi skiljustöð 2 í Hellisskarði. Frá borplani 7 liggur skiljuvatnsaðveitulögn að skiljustöð 2 þar sem hún tengist núverandi safnæðakerfi Hellisheiðarvirkjunar, en gufuaðveitulögnin liggur til norðurs alla leið að skiljustöð 1 í mynni Hamragils þar sem lögnin tengist núverandi gufuaðveitukerfi Hellisheiðarvirkjunar. Á þessum kafla liggur gufuaðveitulögnin að hluta meðfram núverandi gufulögnum á svæðinu.

Helstu magntölur:

  • Gröftur og skeringar 80.000 m3
  • Fyllingar 130.000 m3
  • Yfirborðsfrágangur raskaðra svæða með svarðlagi 45.000 m2
  • Fjöldi forsteyptra undirstaðna, framleiðsla 470 stk
  • Steypa í staðsteypt mannvirki 2.600 m3
  • Stálgrindur húsa 33 tonn
  • Utanhússklæðningar 460 m2
  • Þök 260 m2
  • Stálsmíði, svart stál 242 tonn

 

Staðarstjóri: Svanur Daníelsson

pdf

Flokkur: Iðnverkefni

Tímabil: 09.2014 - 06.2016

Eftirlitsaðili: Verkís og Mannvit, 

Samningsform: Aðalverktaki

Samningsverðmæti: Kr. 2.000.000.000,-

->  Sýna tilvísanir