Um okkur

Munck Íslandi er íslenskt verktakafyrirtæki með öflugu, fjölbreyttu og þrautreyndu starfsmannateymi. Stjórnendateymi Munck Íslandi hefur haldgóða og fjölbreytta reynslu af stjórnun stórra verkefna á norðurlöndunum 

 

 

Munck Íslandi (LNS Saga) var stofnað í október 2013 og var dótturfélag norska félagsins Leonhard Nilsen & Sønner AS, LNS AS Noregi. Munck Gruppen Danmörku keypti LNS Saga af LNS AS í des.2016 og skipti um nafn í MUNCK ÍSLANDI í ársbyrjun 2017.

 

Starfsmenn Munck Íslandi eru um 200 talsins og sinna nú aðallega verkefnum á Íslandi, en einnig að hluta í Noregi.. Auk verkefna á íslandi og í Noregi, stefnir félagið jafnframt að þátttöku í verkefnum í Færeyjum og á Grænlandi.

Markmið Munck Íslandi er að vera framúrskarandi verktakafyrirtæki í mannvirkjagerð á Íslandi. Félagið mun taka þátt í útboðum og stefnir áfram að þátttöku í stærri verkefnum á sviði uppbyggingar á íbúðar- og atvinnuhúsnæði, iðnaðar-, virkjana-, jarðganga- og vegagerðarframkvæmda, auk hafnarmannvirkjagerðar.